Alan Chambers, sem hefur verið forstöðumaður safnaðar sem gefur sig út fyrir það að lækna fólk af samkynhneigð, hefur nú komið út úr skápnum og lokað söfnuðnum.
Alan hefur nú beðið safnaðarmeðlimi afsökunar opinberlega á heimasíðu safnaðarins. Söfnuðurinn heitir Exodus International og rekur 220 kirkjur í Flórída.
Í afsökunarbeiðninni sagði Alan, sem hefur verið giftur konu í fjölda ára, meðal annars að hann hafi laðast að karlmönnum síðustu 7 árin. Hann baðst einnig afsökunar á þeirri vanlíðan sem hann hefði valdið samkynhneigðum með orðum sínum síðustu árin. Hann sagði til dæmis að hommar væru viðrini, masókista og syndgara. Í viðtali líkti Alan samkynhneigð við heilbrigðisvandamál eins og offitu.
„Ég vil að þið vitið að mér þykir þetta virkilega leitt og mér þykir leitt að hafa valdið særindum vegna orða minna. Mér þykir leitt að sum ykkar hafið eytt mörgum árum í að vinna á skömminni og sektarkenndinni sem þið hafið fundið fyrir þegar hvatirnar fóru ekki,“ segir Alan.