Justin Bieber, sem hefur tekið ástfóstri við hjólabrettaíþróttina, smellti sér á hjólabretti í New York um áramótin við mikinn fögnuð aðdáenda sem þyrptust til að bera goðið augum. Ekki vildi betur til en svo að Bieber, sem sennilega er nýgræðlingur í íþróttinni, hafnaði á höfðinu og fékk smávægilega byltu – en eins og sönn hetja stóð hann samstundis á fætur og tók annan snúning fyrir skríkjandi smástelpuskarann sem stóð fyrir neðan og hvatti drenginn áfram.
Hér má sjá myndband af atvikinu alræmda: