Kim og Khloe Kardashian ásamt systur sinni, Kylie Jenner og dóttur Kim, voru akandi í Bozeman í Montana þegar Khloe, sem keyrði bílinn, missti stjórn á bílnum.
Bíllinn flaug af veginum og endaði úti í skurði en ansi hált var á svæðinu og sagði lögreglufulltrúi að margir bílar hefðu farið út af veginum þennan dag.
Atvikið átti sér stað þegar stór trukkur ók á móti bílnum og feykti snjó yfir framrúðuna hjá Khloe og blindaði þannig útsýni hennar. Samkvæmt lögreglu slasaðist enginn og bíllinn var óskemmdur.
Khloe og Kylie eyddu allri síðustu viku á skíðum í Montana en Kim, North og Jonathan Cheban sem er vinur fjölskyldunnar eyddu svo síðari hluta ferðarinnar með þeim.
Tengdar greinar:
Eltingaleikur ljósmyndara við Bruce Jenner endaði með banaslysi
Dóttir Kim Kardashian í 500.000 króna loðfeld
Varúð: Kim Kardashian sýnir klofið á sér
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.