Rob Kardashian (28) hefur verið í felum í 3 ár en er greinilega að koma úr felum. Hann hefur verið að koma meir og meir út í sviðsljósið ásamt kærustu sinni Blac Chyna (27). Hann hefur verið að taka sig á í mataræðinu og farið í ræktina og það hefur greinilega borið árangur.
Maður hefur ekki séð hann vera að flagga árangrinum neitt en hann klæðist vanalega stórum bolum og körfuboltastuttbuxum svo varla sést í hann. Blac tók samt þessa mynd af kærastanum í gær og birti á Snapchat. Snapchattið sýnir Bla vera að grilla við sundlaugina og þá kemur Rob í ljós upp á svölunum. Hann lítur svakalega vel út og virðist vera hamingjusamari en við höfum áður séð hann.