Birtingarmyndir eineltis meðal fullorðinna eru fjölmargar

Það eru ekki bara börnin sem verða útundan. Fullorðið fólk getur líka orðið fyrir barðinu á einelti og útilokun á vinnustað er ekki óþekkt. Fullorðnir nota einfaldlega ólíkar aðferðir sem ekki er hægt að bera saman við hefðbundið einelti barna á skólatíma.

En afleiðingar einelti eru alltaf þær sömu; einelti veldur vanmætti, kvíða og ónotatilfinningu og getur orðið rót þunglyndis og óöryggis, ef ekki er gripið í taumana í tæka tíð. Hér fer áhrifarík áminning um hversu erfitt það getur verið að standa utan við hópinn á vinnustað og hversu lítið þarf til að rjúfa múr einsemdar og vanmáttar.

Bros getur dimmu í dagsljós breytt! 

SHARE