Kim Kardashian (37) er ekki mikið að taka álit annarra á sér, nærri sér. Hún er að koma með á markaðinn ný ilmvötn sem mikið hefur verið beðið eftir.
Í þessu myndbandi sýnir hún nöfn nokkurra þekktra einstaklinga sem allir vita að eru ekki miklir aðdáendur hennar. Hún ætlar að senda þeim ilmvatnið fyrir Valentínusardaginn og segir að hún vilji senda öllum sem hún elskar og hatar glaðning á þessum degi.
Meðal „hatara“ hennar eru Pink, Blac Chyna, Taylor Swift og Sarah Michelle Gellar.