Birtist óvænt í vinnunni og sagði að þau væru á leið í utanlandsferð

Oft getur óvænt matarboð, bíóferð, dekur og dúllerí fallið í kramið hjá makanum til að piffa aðeins upp á tilveruna. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem menn sitja spakir við skrifborðið eina stundina og hoppa svo óvænt upp í næstu flugvél á leið til London stuttu seinna.

Eva Rós Baldursdóttir ákvað að koma manninum sínum, Þórhalli Ólafssyni, í opna skjöldu í gær þar sem hann sat gersamlega óafvitandi í vinnunni en hann starfar sem framkvæmdarstjóri hjá Hótel Reykjavik Centrum.

Móðir Evu, Harpa Einarsdóttir, segir að dóttirin hafi skipulagt ferðina vel og vandlega. „Hún bókaði þessa miða einhvern tíma í sumar og er búin að ná að þegja allan þennan tíma. Litli kúturinn verður hjá ömmu á meðan. Ég átti alveg eins von á að vera með bæði börnin en það gengur ekki alveg þar sem Huldís litla er enn aðallega á brjósti.“

Hjónin segjast hafa gaman að skemmtilegum uppátækjum en þau giftu sig í fyrra, með dagsetningunni 7.9.13 og voru með Rockabilly-þema úr Bandaríska vestrinu í brúðkaupinu. Þau eiga nú tvö lítil börn og er Eva Rós í fæðingarorlofi um þessar mundir. Við fengum að birta myndbandið með góðfúslegu leyfi hjónanna.

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/video.php?v=10205351306320660&set=vb.1188611697&type=2&theater”]

10748759_10205357302510561_1503415477_n

Eva Rós og Þórhallur í góðum gír í London hjá The Tower Bridge

SHARE