Þetta bjarta og rúmgóða hús er kallað Blake House og er staðsett í London. Einfaldir litir einkenna húsið en hvítur er allsráðandi en svo er búið að krydda hvíta litinn upp, með öðrum litum, í sumum herbergjum og það kemur afskaplega vel út. Innrétingarnar eru hver annarri stílhreinni og það sem grípur augað líka um leið er risastóra fiðrildið sem er á stofugólfinu.
Húsið er á tveimur hæðum og það eru stórir gluggar á því svo það er einstaklega bjart og fallegt.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.