Bjútí tips sem virka.

1. Til að forðast að maskarinn fari á augnlokið, setti plastskeið yfir augnlokið þegar þú ert að setja maskarann á þig þá fer hann á skeiðina, ekki augnlokið sjálft.

2. Til að minnka bauga, skerðu hráar kartöflu í helming & settu yfir augað í 10 mínútur. Kartöflan mun kæla augun & minnka bólgur.

3. Ef þú sérð að það er að myndast appelsínuhúð einhversstaðar á líkamanum, notaðu kaffi (kaffið sjálft, ekki kaffi í fljótandi formi) Koffeinið örvar húðfrumurnar og skrúbburinn eykur húðflögnun.

4. Þarftu að fá djúpnæringu fyrir hárið þitt? Náðu í majónes inn í ískáp & settu í hárið í um 20 mínútur. Ef þú blæst hárið með majónesið í eykur hitinn virknina í majónesinu enn meir.

5. Ef það myndast loftkúlur þegar naglalakkið þornar, gæti það verið vegna þess að þú ert að geyma það í of háum hita. Geymdu naglalakkið alltaf í ísskápnum og það mun þorna fallega.

6. Hvort sem þú færð reglulega blöðrur eða hælsæri eða bara varst að kaupa þér nýja skó sem þú átt eftir að labba til, nuddaðu vaselíni á svæðin sem þú ert vön að fá blöðrur á, vaselínið mun minnka núning og fæturnir verða ekki komnir með sár eftir kvöldið.

7. Glimmer naglalakk er eitthvað sem er erfitt að ná af. Ef þú bleytir bómull vel af naglalakkseyði, setur á nöglina, setur álpappír utan um og lætur bíða í 5 mínútur rennur það mjúklega af.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here