Dagar berja og uppskeru eru þessa dagana og allir sem geta fara í berjamó og sultugerð. Svo er hægt að gera allskonar annað fínerí eins og þessa böku. Þessi uppskrift kemur frá Allskonar.is
Bláberjabaka
- FYLLING
- 350-400gr bláber (ný eða frosin)
- 1 sítróna (safi og börkur)
- 1 msk kartöflumjöl
- 2 msk bláberjasulta (eða önnur berjasulta)
- 4-5 msk sykur
- DEIG
- 150 gr smjör, mjúkt
- 80 gr pálmasykur eða púðursykur
- 250 gr hveiti
- 1 1/2 tsk lyftiduft
- hnífsoddur salt
Undirbúningur: 15 mínútur
Baksturstími: 40-45 mínútur
Byrjaðu á að hita ofninn í 180°C.
Smyrðu form að innan, ég notaði 24cm springform en þú getur notað það bökuform sem þú vilt eða eldfast mót.
Sett bláberin, sítrónusafann, rifinn börk af sítrónunni, kartöflumjöl, sultu og sykur saman í skál og hrærðu vel saman. Settu til hliðar.
Hrærðu saman smjörinu og pálmasykrinum þar til verður létt og mjúkt. Hrærðu egginu vel saman við. Blandaðu þá í hveitinu og lyftiduftinu ásamt örlitlu salti, lítið í einu og svo að blandist kekkjalaust.
Nú ættirðu að vera með mjög mjúkt deig. Hnoðaðu létt saman og skiptu í tvennt.
Þú getur prófað að fletja deigið út, það er mjög mjúkt og mér finnst best að taka það bara og fletja með fingrunum út beint ofan í mótið. Annan helminginn af deiginu notarðu í mótið fyrir botn og hliðar.
Settu nú berjafyllinguna út í.
Þú setur svo afganginn af deiginu ofan á; allt eftir því hvernig þér finnst það fallegt. Þú getur skorið það í ræmur og lagt í skámynstur, rifið það í lítil „lauf“ og lagt yfir, eða sett það í heilu lagi og skorið svo lítinn kross í miðjuna til að hleypa heitu lofti út.
Penslaðu með smávegis mjólk eða stráðu örlitlum sykri yfir.
Bakaðu í ofninum í 40-45 mínútur eða þar til gullið á lit.
Láttu kólna vel áður en þú berð fram. Dásamlegt með smá grískri jógúrt eða þeyttum rjóma – eða ís.
Verði þér að góðu!