Bláberjamuffins með ostakökufyllingu

Þessar bláberjamuffins eru æðilega góðar. Þær eru mjög mjúkar, með ostakökufyllingu og „kröntsí“ topp.

Innihald

Toppurinn

3 msk brætt smjör
100 gr sykur
60 gr hveiti
1⁄4 tsk salt

Ostakökufylling

225 gr rjómaostur
100 gr flórsykur

Muffins

2 egg
200 gr sykur
125 ml olía
1 msk vanilla extract
1 tsk edik
125 ml mjólk
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
240 gr hveiti
250 gr sýrður rjómi
190 gr bláber, frosin eða fersk

Aðferð

  1. Byrjum á að gera toppinn. Bræðið smjörið í lítilli skál og bætið svo við sykur, hveiti og salt. Blandið saman með gaffli og geymið á borðinu.
  2. Svo gerum við ostakökufyllinguna. Hrærið saman á miðlungs hraða í hrærivélinni. Geymið þar til á eftir.
  3. Næst skaltu þeyta egg og sykur í hrærivél í smástund. Bætið svo við olíu, mjólk, vanillu og ediki. Blandaðu saman hveiti, salti og matarsóda í eina skál og blandaðu saman við hina blönduna. Ekki nota hrærivélina til að blanda saman en best er að nota sleif eða sleikju. Svo er sýrða rjómanum bætt við á sama hátt og seinast eru bláberin sett útí.

Nú er komið að því að setja allt saman í muffins formin. Settu eina matskeið af deiginu í form, svo kemur 1 tsk af ostakökufyllingunni, bætið við 1 matskeið af deigi ofan á ostakökufyllinguna og svo toppurinn mulinn ofan á.

Bakist við 170 gráður í um það bil 15-18 mínútur eða þangað til þær verðu gullinbrúnar.


Sjá einnig:

SHARE