Fyrirsætan og tengdadóttir Kris Jenner, Blac Chyna, vill nú komast að í raunveruleikaþáttunum Keeping Up With the Kardashians. Samkvæmt Hollywood Life hefur Kris fallist á að Blac fái hlutverk í þáttunum en eitthvað virðast þær ósammála um hversu mikið Blac á að fá greitt fyrir vikið. Blac vill meina að hún og Rob séu heitasta parið í Hollywood og það eitt og sér eigi eftir að keyra upp áhorfstölurnar. Blac heimtar að minnsta kosti milljón dollara fyrir að sýna andlit sitt í þáttunum en Kris er aldeilis ekki á þeim buxunum.
Sjá einnig: Rob ætlar í svuntuaðgerð til að gleðja Blac Chyna
Ekki nóg með að Blac hafi látið Kris heyra hversu mikils virði hún telur sig þá heimtar hún einnig að fá sinn eigin þátt – sem væri þá sérstaklega um samband hennar og Rob Kardashian.