AF hverju heldur fólk framhjá maka sínum? Hvernig á að fyrirgefa hliðarsporið? Eru ákveðnar manngerðir líklegri til að halda framhjá en aðrar? Hvaða tími dags er vinsælastur fyrir hliðarspor? Er dónalegt að senda SMS til annars en maka? Flokkast kelerí líka undir almenn svik?
Hér hafa hinir síspurulu starfsmenn á Huffington Post tekið saman á einkar myndrænan hátt, nokkrar staðreyndir um eðli framhjáhalda, tíðni eftir borgum vestanhafs og svo einnig undarlegar tilgátur um þá sem líklegri eru til að halda framhjá maka sínum. Samkvæmt þessu skema ætti hver viti borin kona því að leita að karli sem er; mjóróma, gæddur smáum eistum og var getinn undir hlýrri hjónasæng, sá með öðrum orðum foreldra sína aldrei taka hliðarspor á sínum æskuárum?
Nei, maður spyr sig. En skemmtilegar eru skýringarmyndirnar, þó umræðuefnið sé öllu þyngra:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.