Áður en þú segir að stelpur ættu ekki að renna sér á hjólabrettum, skaltu líta til stelpnatríósins The PINK HELMET POSSE, sem samanstendur af þremur smástúlkum í Kaliforníu. Ekki bara eru þær vinkonurnar öflugar á hjólabrettinu – heldur eru þær alveg staðráðnar í að koma jafnöldrum sínum um allan heim upp á bragðið líka.
Það er alls staðar hægt að finna hjólabretti en sum þeirra virka ekkert sérstaklega vel, koma í röngum stærðum og eru yfirleitt ekki aðlaðandi í augum lítilla stúlkna.
Bleika Brettagengið samanstendur af þeim Relz, sem er átta ára gömul æfir JuJuitsu af krafti, Bellatreas, sem er líka átta ára og er ástríðufullur brimbrettaiðkandi og svo Ryann, sem er litla stelpan í hópnum og bara sex ára gömul, en hún elskar af öllu hjarta að tilheyra stelpnagenginu og segir það best í heimi.
Ég fæ að renna mér á hjólabretti með öðrum stelpum sem elska hjólabretti jafn mikið og ég.
Hver er tilgangur og markmið Bleika Brettagengisins? Jú, að auðvelda litlum stelpum aðgengi að hjólabrettum í hentugri stærð. Á vefsíðu þeirra birta þær einföld kennslumyndbönd, ljósmyndir af brettaiðkun stelpna og hvatningarorð til annarra stelpna um allan heim – sem miða að því að hvetja þær til íþrótta … og brettaiðkunnar.
Smástelpubrettin má finna gegnum vefverslun Bleika Brettagengisins og krúttlega bleika hjólabrettahjálma líka, sem eru sniðnir að skólastúlkum sem elska hjólabretti. Sú gamla lumma sem segir að stelpur kunni ekki á hjólabretti er því úr sér tengin tugga sem á ekki við nein rök að styðjast í veruleikanum.
Svona rúlla stelpur!
Frekari upplýsingar má finna hér: PINK HELMET POSSE
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.