Bleiki dagurinn 2014 er fimmtudaginn 16. október

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni biðjum við alla landsmenn um að klæðast einhverju bleiku fimmtudaginn 16. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni.

 

Bleiki dagurinn hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár  – ekki síst á vinnustöðum þar sem fólk bregður á leik og heldur t.a.m. keppni um skemmtilegasta klæðaburðinn, tekur upp myndbönd o.fl.  Við hvetjum fólk því til að njóta saman dagsins og vekja um leið athygli á árveknisátakinu.

 

Okkur þætti vænt um ef þið mynduð taka þátt í þessu með okkur og senda okkur síðan myndir á sigurlaug@krabb.is til að setja inn síðurnar okkar, www.krabb.isbleikaslaufan.is ogwww.facebook.com/bleikaslaufan. Einnig er hægt að nota #bleikaslaufan

 

Klæðumst bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum!
Heimild: krabb.is
SHARE