Haustið er komið og hjá mörgum er þessi árstími í uppáhaldi. Laufblöðin taka á sig himneska liti rétt áður en þau falla af trjánum og undirbúa með því jarðveginn undir komu vetrarins.
Haust- og vetrarlína Bloomingville nær þessari stemmingu fullkomlega með sínum hlýju litatónum og náttúrulega efnivið. Bara við það eitt að skoða vöruúrvalið þeirra langar manni helst til að skríða strax undir feld með kertaljós og góða bók sér við hlið, þrátt fyrir að september sé tiltölulega ný genginn í garð.
Hinar dönsku Bloomingville vörur eru m.a. fáanlegar hér á landi í Húsgangahöllinni í Reykjavík og Sirku á Akureyri.
Fyrir þá sem vilja skoða línuna í heild sinni er bent á bæklinginn þeirra HÉR
Ljósmyndir: Bloomingville
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.