
Sumarið er komið með blóm í haga og nýjum straumum og stefnum þegar kemur að heimilinu. Dásamleg vor- og sumalína Bloomingville er komin á markað og langar mig til að deila með ykkur nokkrum sýnishornum en bæklinginn þeirra er hægt að nálgast HÉR.
Hinar dönsku Bloomingville vörur eru m.a. fáanlegar hér á landi í Húsgagnahöllinni í Reykjavík og Sirku á Akureyri.
Myndir: Bloomingville
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.