Þessi réttur er fyrir þá sem elska sterkan mat. Karrýréttir eru í uppáhaldi hjá mér en yfirleitt vel ég grænt karrý en þessi réttur kemur mér á bragðið með rautt karrý. Uppskriftir með austurlenskum áhrifum eru mjög skemmtilegar og oft fljótlegar hér en ein önnur sem er hluti af Blue Dragon vikunni á Hún.is Gómsæt steikt hrísgrjón með kjúkling.
Undirbúningstími: 8 mínútur
Eldunartími: 10 mínútur
Fyrir hversu marga: Fjóra
Að vanda þá mæli ég með WOK pönnu þegar við eldum austurlenska rétti. Það er einstök stemning að elda á góðri WOK pönnu. Ef við eigum hana ekki þá björgum við okkur með að nota stóra djúpa pönnu.
Hráefni:
2 stórar kjúklingabringur
4 kökur af Blue Dragon eggjanúðlum
2 tsk af ólívuolíu, ég nota Filippo Berio olíu
1 krukka Thai Red Curry Paste
1 dós 400 ml deSIAM Coconut cream
1 stk rauð papríka
1 stk gul paprika
1 stk rauðlaukur
Nokkur lauf af fersku kóríander
Tilda hvít hrísgrjón – fyrir fjóra
sojasósa
Kjúklingurinn:
Skerum kjúklinginn niður í þunna strimla, svipað og litli putti. Hitum olíu á pönnu og fullsteikjum. Það er gott að krydda kjúklinginn, með pipar, paprikudufti og örlitlu af salti. Tökum kjúklinginn af pönnunni og geymum til hliðar.
Hrísgrjónin
Sjóðum hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum.
Grænmetið:
Skerum grænmetið í strimla, nema vorlaukinn við skáskerum hann.
Byrjum að elda:
Setjum hæfilegt af ólívuolíu á WOK pönnuna, ekki hafa hana of heita,
Bætum paprikunni og vorlauknum út í og steikið í tvær mínútur. Steikjum örlítið lengur með dálitlu af sesamfræjum .
Hellum Blue Dragon Red Curry Paset yfir grænmetið og Coconut cream. Það er hægt að nota coconut milk, en mér áferðin á sósunni verður skemmtilegri með cream að mínu mati. Þið veljið eftir smekk. Hrærum þessu saman af tilfinningu og lofið að malla á pönnunni í smá stund eftir að þið bætið kjúklingnum út í.
Berið fram með hrísgrjónunum og rauðvíni við hæfi. Þegar við erum með svona sterkan mat þá er oft erfitt að velja hvað við bjóðum með en mér finnst bæði bragð og gæði Casillero del Diablo vínið frá Chile henta einstaklega skemmtilega með. Nafnið passar líka við því þetta er djöfullega sterkur réttur. Það þýðir ekkert að hafa bara vatn með þessum það eykur bara á brunann.
Diablo Shiraz er fallegt á litinn, dökk ber og plómu með hæfilegu kryddbragði og snert af eikarbragði. Mjög góð blanda fyrir minn smekk.
Diablo vínin eru mjög skemmtileg vín, bæði hvítu og rauðu. Fyrir þá sem hafa áhuga á góðum vínum og vilja vita meira þá er hér hlekkur sem ég fann á Youtube.
Núna er Blue Dragon vika í fullum gangi á hun.is. Við munum birta tvær uppskriftir á dag, í heila viku. Í byrjun næstu viku munum við svo draga út stórglæsilega Blue Dragon gjafakörfu. Það sem þú þarft aðgera er að skilja eftir athugasemd hér að neðan og þá ertu komin/n í pottinn.
Hafðu í huga: því fleiri Blue Dragon uppskriftir sem þú skrifar athugasemd við – því meiri möguleikar á vinningi.
Hér eru fleiri Blue Dragon uppskriftir sem gaman er að prófa:
Ljúffengir kjúklingastrimlar í ostrusósu
Gómsætar pönnukökur með önd, gúrku og vorlauk
Geggjaðar risarækjur í rauðu karrýi með eggjanúðlum