Beyoncé og Jay Z hafa undanfarið verið að lauma einni og einni mynd úr brúðkaupi Tinu Knowles, móður Beyoncé, inn á samfélagsmiðla. Hjónin eru þekkt fyrir að standa vörð um einkalíf sitt – þess vegna rata yfirleitt allar persónulega myndir úr lífi þeirra beinustu leið á forsíður helstu slúðurmiðla. Myndirnar úr brúðkaupi Tinu Knowles eru ótrúlega persónulegar og skemmtilegar – og hafa að sjálfsögðu prýtt forsíður miðla á borð við Daily Mail undanfarna daga.
Sjá einnig: Beyoncé birtir myndir af sér í fríi á Hawaii
Blue að dansa við pabba sinn, Jay Z.
Solange, systir Beyoncé, ásamt Blue litlu á dansgólfinu.
Með mömmu sinni.
Tina Knowles.
Sjá einnig: Móðir Beyoncé gengin út: Tina Knowles (61) giftist Richard Lawson (67)