Bobbi Kristina Brown hefur legið í dái á spítalanum í Atlanta síðan 31. janúar síðastliðinn. Þaðan var hún flutt á Emory spítala þar sem hún hefur legið í 6 vikur.
Sjá einnig: Dóttir Whitney Houston mun ekki vakna aftur, hryllileg ákvörðun er nú í höndum fjölskyldunnar
Það bíður fjölskyldu Bobbi mjög óskemmtileg ákvörðunartaka í þessari viku. Þau þurfa að taka lokaákvörðun um það hvort halda eigi stúlkunni á lífi áfram þrátt fyrir að hún sé ekki með neina heilastarfsemi. Lokaákvörðunin er alltaf í höndum föður Bobbi, Bobby Brown, en amma stúlkunnar, Cissy Houston, er að koma frá New Jersey til þess að vera með fjölskyldunni.
Sjá einnig: Bobbi Kristina Brown: Líffærin eru farin að gefa sig og útlitið ekki bjart
Taugasérfræðingurinn Michael DeGeorgia hefur unnið með svipaða sjúklinga og sagði í samtali við slúðurblaðið Radar, að 6 vikur væri mjög langur tími til að halda manneskju sofandi þegar engin heilastarfsemi er í gangi. Læknunum ber ekki skylda til að halda meðferðinni áfram ef þeir sjá ekki að það muni hjálpa sjúklingnum en vanalega á fjölskyldan lokaákvörðunina.