Bobbi Kristina Brown var jarðsett við hlið móður sinnar, Whitney Houston, á síðasta miðvikudag. Faðir Bobbi, söngvarinn Bobby Brown, var ekki viðstaddur en fregnir herma að síðustu vikur hafi verið Bobby mjög erfiðar og að hann sé gjörsamlega niðurbrotinn eftir allt sem á undan er gengið.
Sjá einnig: Eiginkona Bobby Brown flutt á sjúkrahús
Dalily Mail greinir frá því að Bobby kenni sjálfum sér um hvernig fór fyrir dóttur hans, Bobby telur að hann hefði átt að grípa inn í hjónaband Bobbi Kristina og Nick Gordon og sjá til þess að hún færi frá honum. Nick Gordon hefur verið ákærður fyrir heimilsofbeldi í garð Bobbi og er talinn eiga einhverja sök á dauða hennar.