
Talið er að 12-15 þúsund Íslendingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma. Sjúkdómurinn er því býsna algengur hér á landi. Fleiri konur glíma við þunglyndi en karlar. Í Bandaríkjunum er talið að fimmta hver kona þjáist af þunglyndi einhvern tímann á lífsleiðinni. Sjúkdómnum fylgja skert lífsgæði, minnkaðar lífslíkur og aukin hætta á öðrum sjúkdómum, þar á meðal eru hjarta-og æðasjúkdómur, sykursýki og ýmis krabbamein.
Þunglyndi hefur margþætt einkenni. Þau eiga það sameiginlegt að draga úr lífsgleði og framtakssemi. Hæfni einstaklingsins til að takast á við daglegt líf skerðist og erfiðara verður að sinna daglegum athöfnum, rækta fjölskyldu og vini.
Truflanir í líkamsstarfsemi þunglyndra eiga margt sameiginlegt með þeim sem sjást hjá einstaklingum með hjarta-og æðasjúkdóma og efnaskiptavillu. Þunglyndir sýna oft merki um insúlínmótstöðu og truflanir í starfsemi æðaþels. Þá má oft finna merki um langvinna, hægfara bólguvirkni hjá einstaklingum með þunglyndi. Svipuð bólguvirkni finnst oft hjá sjúklingum með hjarta-og æðasjúkdóma, sykursýki og sum krabbamein. Því hafa sumir fræðimenn talið mögulegt að langvinnar bólgur séu mikilvæg orsök allra þessarra sjúkdóma og hugsanlega þráðurinn sem tengir þá saman.

Þunglyndi hefur margþætt einkenni. Þau eiga það sameiginlegt að draga úr lífsgleði og framtakssemi. Hæfni einstaklingsins til að takast á við daglegt líf skerðist og erfiðara verður að sinna daglegum athöfnum, rækta fjölskyldu og vini.
Margar rannsóknir benda til þess að mataræði geti bæði dregið úr og aukið bólguvirkni í líkamanum. Um þetta hef ég fjallað ítarlega í annarri grein. Því er hugsanlegt að mataræði okkar geti haft áhrif á hættuna á að fá þunglyndi. Bandarískir vísindamenn við Harvard háskólann í Boston leituðust nýlega við að svara þessarri spurningu í stórri faraldsfræðilegri rannsókn á konum. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu “Brain, Behaviour and Immunity”.
Hvað er bólguvaldandi mataræði?
Rannsókn bandarísku vísindamannanna náði til 43.865 kvenna sem tóku þátt í svokallaðri NHS rannsókn (Nurses´ Health Study) á tímabilinu 1996 – 2008. Konurnar svöruðu reglulega spurningum um mataræði sitt á tímabilinu.
Til að komast að því hvort bólguvaldandi mataræði tengdist hættu á þunglyndi þurftu vísindamennirnir að skilgreina hvað fæða veldur bólgum. Til þess notuðu þeir hóp kvenna sem rannsakaður var á árabilinu 1989-1990. Mæld var bólguvirkni í blóði kvennanna og hún borin saman við niðurstöður spurningalista um mataræði. Á þennan hátt var hægt að reikna fylgni á milli mismunandi mataræðis og bólguvirkni. Reiknaður var út bólgustuðull fyrir msimunandi fæutegundir (sjá töfluna hér að ofan).
Fæðumynstur sem hafði í för með sér aukna bólguvirkni einkenndist af hlutfallslega lítilli neyslu á víni, kaffi, ólífuolíu, gulu grænmeti og grænu laufgrænmeti, en hlutfallslega mikilli neyslu á sykruðum gosdrykkjum, unnum kornvörum, rauðu kjöti, sykurlausum gosdrykkjum og smjörlíki.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.