Að kortleggja andlit er forn aðferð sem hefur verið notuð til að segja til um heilsufarskvilla gefandi hvar bólur þínar myndast á andliti þínu. Þessi aðferð er ekki einungis notuð á andlit, heldur allan líkamann og getur það sýnt okkur hvort við eigum við eitthvað ójafnvægi innra með okkur.
Skoðaðu þetta kort til að skoða hvað bólurnar þínar segja um líkama þinn.
Sjá einnig:Af hverju fær fólk bólur?
Svæði 1 – Hormónar
Að vera með bólur á þessu svæði gæti bent til að adrenalínkirtlar þínir eru að vinna of mikið. Þessar bólur þýða einnig að þú ert undir álagi eða að þú ert að borða of mikinn sykur.
Svæði 2 og 3 – Álag
Bólur á þessu svæði segja að þú ert undir of miklu álagi og að þú ert of viðkvæm/ur
Svæði 4 – Meltingarkerfið
Ef þú ert með bólur á þessu svæði getur það bent til þess að þú ert með sveppasýkingu, ofnæmi eða meltingarvandamál, vegna t.d. lélegs mataræðis, borðar of mikið af krydduðum mat eða drekkur of mikið af köldum drykkjum.
Sjá einnig: Húsráð: Notaðu bananahýði til að berjast við bólurnar
Svæði 5 og 6 – Vítamínmagn
Það er ekki ólíklegt að þú fáir litlar bólur á hendur þínar, þar sem húðin þar er grófari. Þær líta út eins og gróf gæsahúð og stafa af lélegu blóðflæði. Til þess að láta þessar bólur fara, ættir þú að skrúbba þig reglulega og setja á þig rakakrem. Ef bólurnar fara ekki við það, gæti verið að líkami þinn sé ekki að taka við eða vinna úr vítamínum sem þú innbyrgðir.
Svæði 7 – Blóðsykursmagn
Að fá bólur á þessu svæði er frekar óalgengt, þar sem ekki eru mikið af fitukirtlum þar. Ef þú tekur eftir bólum á þessu svæði, gæti einnig verið að þú ert með of háan blóðþrýsting.
Svæði 8 – Hreinlæti eða kynsjúkdómur
Bólur á þessu svæði geta verið vegna inngróinna hára eða ekki nægilegs hreinlætis. Ef þig klæjar í þessar bólur eða þær fara ekki á nokkrum dögum, getur verið að þú sért með kynsjúkdóm.
Svæði 9 og 10 – Ofnæmi eða viðkvæm húð
Sturtusápur, krem, mýkingarefni og þvottaefni geta valdið bólum á fótum þínum. Bólur á fótum geta líka stafað af inngrónum hárum. Prófaðu að nota sápur og efni sem innihalda ekki ofnæmisvaldandi efni.
Sjá einnig: Tómatur lætur bólurnar hverfa
Svæði 11 og 12 – Meltingar og taugakerfi
Bólur á þessu svæði geta stafað af: Miklum svita, ofnæmi, of þröngum fötum, nuddi af íþróttafötum, erting vegna hárvara, þvotta- eða mýkingarefnis. Önnur ástæða fyrir því að bólur myndast á þessum stað getur verið of hitaeiningaríkt mataræði og að þú ert ekki að fá nægan svefn.
Svæði 13 og 14 – Meltingarkerfi
Bólur á rassinum getur verið vegna þess að þú ert í of þröngum fötum, í óhreinum nærfötum, með mjög þurra húð eða ert með slæma meltingu.
Heimildir: womendailymagazine
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.