Á gelgjuskeiðinu eykst framleiðsla líkamans á karlkynshormóninu androgeni hjá báðum kynjum en það veldur aukinni fituframleiðslu í fitukirtlum húðarinnar. Þó að fituframleiðslan aukist þrengjast fitukirtlarnir þannig að fitan á ekki greiða leið út þó að framleiðslan sé í fullum gangi. Bakterían Propionebacterium acne sem þrífst á húðfitu veldur bólunum. Við niðurbrot húðfitunnar myndast úrgangsefni og fitusýrur sem erta fitukirtilinn. Fyrst koma fram litlir rauðir hnúðar sem verða síðan að raunverulegum bólum sem í er niðurbrotin húðfita. Bólgan hjaðnar á nokkrum dögum eða vikum eftir því hversu svæsin hún er.
- Vinna í raka með fitu, olíu og önnur efni.
- Streita og vanlíðan.
- Ef bólurnar eru klóraðar og kreistar.
- Tíðablæðingar.
- Ýmis lyf og efni.
Sjá einnig: Af hverju fær fólk bólur?
Hvað er til ráða?
- Ráðlegt er að þvo andlitið tvisvar á dag með mildri húðsápu með sýrustigi í kring um 6.5 og alltaf eftir að hafa svitnað. Ekki á að skrúbba andlitið, það gerir bara illt verra.
- Ekki má klóra og kreista bólurnar, það gerir bara illt verra og veldur örum.
- Forðast skal að húðin lendi í miklum kulda, hita eða sólskini. Bólur hjaðna í smátíma í sólskini en læknast ekki. Langvarandi sólböð skaða húðina og geta valdið húðkrabbameini.
- Nota á vatnsleysanlegt rakakrem sem stíflar ekki húðkirtlana. Feit og olíurík krem eða farði stífla húðkirtlana og geta valdið bólum.
- Ekki hefur verið sannað vísindalega að neinar sérstakar fæðutegundir valdi bóluhúð. En ef húðin versnar nokkrum dögum eftir að ákveðins matar hefur verið neytt t.d. áfengis, tómata eða rækja, að sjálfsögðu að sneiða hjá honum.
- Hollt og fjölbreytt mataræði, vatnsdrykkja og regluleg hreyfing er til bóta.
- Þá er líka hægt að leita til góðs snyrtisérfræðings sem getur aðstoðað með hirðu húðarinnaren viðbúið er að það þurfi að greiða fyrir slíka þjónustu.
- Í lyfjaverslunum og víðar er hægt að kaupa án lyfseðils, áburð og annað sem gagnast við vægum bólum. Þess háttar á að reyna í 6-8 vikur áður en gefist er upp því það getur tekið dálítinn tíma.
- Hvenær á að leita læknis?
- Ef ólyfseðilskyld efni virka ekki á 6-8 vikum.
- Ef bólurnar valda þér vanlíðan.
- Ef bólurnar eru stórar og aumar.
- Ef á líkamanum eru ör eftir bólur.
- Ef húðin er dökk og ef bólurnar skilja eftir sig dökka bletti.
Sjá einnig: Unglingabólur geta haft mikla andlega vanlíðan í för með sér
Hvað ef læknismeðferðin bregst?
- Ef ofangreindum ráðum er fylgt og þau meðul sem læknirinn útvegar notuð, lagast bólurnar yfirleitt á 6-8 vikum. Engu að síður þarf að fylgja meðferðinni eftir þangað til viðkomandi vex upp úr þeim sem er venjulega um eða eftir tvítugt.
- Ef heimilislæknirinn á ekki ráð sem duga getur hann vísað á húðsérfræðing. Hann er sérmenntaður á þessu sviði og vera kann að hann eigi í fórum sínum ráð sem duga.
Fleiri góðar greinar um heilsu eru á
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.