
Þeir kalla sig The Bondi Hipsters og settu sig rækilega í spor Miranda Kerr á meðfylgjandi myndaseríu, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina undanfarna daga.
Meðfylgjandi sería sýnir annan áströlsku sprelligosanna pósa fáklæddan í sömu stellingum og gyðjan, sem einnig er áströlsk en hún sagði skilið við sjálfan Orlando Bloom á dögunum og birtist í kjölfarið í ögrandi viðtali við glanstímaritið GQ.
Dæmi hver fyrir sig, en myndirnar tala sannarlega sínu máli.