Matt ‘Megatoad’ Stonie sló um helgina heimsmet í beikonáti. En Matt torgaði 182 sneiðum af síðufleskinu ljúfa á 5 mínútum. Það eru rúmlega 3 kíló og einhver 28.000 mg af natríum. En ráðlagður dagskammtur af natríum er í kringum 2.300 mg.
Matt Stonie er þaulvanur hvers kyns keppnisáti og á ófá met í greininni. En hann er í öðru sæti yfir helstu keppnisætur heims (sjáðu listann hérna). Aðspurður þótti honum beikonátið ekki mikið mál. En hann segir flestar átkeppnir standa yfir í 10-12 mínútur og í slíkum keppnum innbyrðir hann allt að 8 kíló af einhverskonar matvælum.
Beikon er líka svo gott. Þannig að þetta var ekkert mál.
Þar erum við Matt alveg hjartanlega sammála.
Tengdar greinar:
Fólk sem á heimsmet í.. skrýtnum hlutum!
Með lengstu neglur í heimi – Heimsmet! – Myndband
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.