Borðar konan þín eins og svín á meðgöngunni og er brjáluð í skapinu?

Þetta er ekki alhæfing enda eru menn misjafnir og sumar konur eru svo heppnar að hafa nælt sér í einn draum í dós.
Sumir karlmenn líta svo á að konan sé aðeins ólétt og þeir grípa ekki inní og taki þátt fyrr en barnið er mætt á staðinn.
Menn eiga það til að setja sig í dómarasæti og passa uppá það hvernig konan lifir lífinu meðan hún gengur með barnið þeirra.
Agnúast útí hvað sé gott fyrir barnið og hvað ekki.
Hún ætti ekki að borða hitt og þetta og hann hafi heyrt í vinnunni að það væri betra fyrir barnið ef hún stundaði hreyfingu.
Meðganga getur tekið misvel eða illa á konur, hormónaflæðið fer á fullt sem gerir það að verkum að þær verða skapillar og pirraðar.
Brjálæðisköstin eru ekki vegna illsku eða vegna þess að okkur langar til þess að vera geðstirðar og leiðinlegar.
Við einfaldlega ráðum ekki við þennan pirring.

Þó svo að konan gangi með barnið undir belti er ekki þar með sagt að verðandi faðir eigi ekki að styðja hana og ganga í gegnum meðgönguna með konunni.
Það er frekar einfalt að setja sig í það sæti að passa uppá hvað aðrir borða eða hvernig hreyfingu aðrir stunda en það er erfiðara að fara eftir því sjálfur.

Maðurinn verður að bera tillit til pirringsins sem kemur og fer en þeir hafa ekki hugmynd um hvernig er að fá þessi brjálæðisköst á meðgöngu sem eru svipuð og sumar konur fá þegar á blæðingum standa.
Vissulega getur verið erfitt að gera konu sinni til geðs á þessu tímabili en það er ekkert annað í boði.
Konur þurfa því menn sem taka meðgönguna með þeim alla leið, þið eruð bæði að eignast barnið ekki satt ?
Ég held að við getum verið sammála um að stundum er ekki alveg ljóst hvort konan eða karlmaðurinn gangi með barnið, þeir eiga það til að bæta vel á sig á þessum tíma.
Af hverju borðar verðandi faðir ekki hollt fæði með konunni, hættir að drekka áfengi þessa níu mánuði og stundar hreyfingu sem hæfir henni, sund eða göngutúra til dæmis.
Konur verða oft mjög einangraðar þegar líða fer að settum degi en það geta verið ýmsar ástæður fyrir, það er eitt af hlutverki karlmannsins að vera með konunni, spjalla á kvöldin, spila eða  horfa saman á gömlu góðu disney myndrnar.

Stattu með konunni og konur fáið makann til að vera virkari í meðgöngunni, það er hægt að taka þátt í mörgu öðru en  að fara með í sónartímana

Ég hef heyrt nokkrar mis góðar „afsakanir“ karlmanna.
Ein af þeim er að þeir séu að nýta tímann til þess að djamma þar til barnið kemur.
Hver dæmir fyrir sig hvort sú afsökun sé góð eða ekki

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here