Það getur verið vafasamt þetta blessaða samband okkar við mat. Margir eiga í erfiðleikum í sambandi við mat alla sína ævi en algengast er þó líklegast að unglingsstelpur og ungar stúlkur eigi við einhverskonar átröskun að stríða. Sumir karlmenn eru alltaf að berjast við að vera ekki of “mjóir” og stækka. Aðrir karlmenn berjast hinsvegar við að reyna að halda sér í kjörþyngd. Hér eru nokkur dæmi um af hverju fólk borðar mat. Við ættum að gera það af réttum ástæðum því matarræði er jú ótrúlega mikilvægt upp á líkamlega og andlega heilsu okkar. Kannast þú við eitthvað af þessu?
1. Að borða fyrir ánægju/tilfinningalegt át
Þetta er ekki gott og hefur öll einkenni hvatvísi, á að veita hina mestu ánægju og láta óþægindi hverfa. Einkennin eru: Ég borða af því mér þykir maturinn svo góður og eins mikið og ég get í mig látið. Fyrstu tilbrigðin við stefið eru át sem fylgir sársauki og streita.
2. Borða til að fá orku
Blóðsykurinn stjórnar þessu tilbrigði. Hér er bitastæður matur sem slær á hungur valinn. Markmiðið er að fá fylli og vera lengi vel saddur. Hér er ekki hugað að gæðum, næringu, hugsanlegum eiturefnum eða hormónum sem ef til vill var sprautað í dýrin, fúkkalyfjum sem þau fengu og lit sem var settur í matinn.
3. Lagfæring
Það verður ekki fram hjá því komist að niðurstaðan af 1. og 2. tilbrigðum er sú að líkaminn er í lélegu ástandi, feitur og orkulítill. Ekki fer mikið fyrir lífsánægjunni. Oft er farið að reyna að lappa upp á stöðuna með því að fara á megrunarkúr, t.d. Atkins, Hráfæði, Þyngdarvöktun eða eitthvað annað. Yfirleitt eru þessir kúrar skammgóður vermir. Fyrst gengur allt vel, maður sér breytingar en svo þreytist maður og flýr aftur í 1. og 2. át-tilbrigðið. Tilbrigði 3 er betur samansett og unnið en hin tvö en heldur fáir endast við það til lengdar.
4. Heilsan
Hér er valið með heilsuna í huga, valið út frá þörfum líkama og sálar. Hér er vandlega valið af hollu nægtarborði, hugað að réttum skammtastærðum og alúð lögð við að bera matinn fallega fram. Þegar við nærum okkur á þennan hátt verður það skynsamleg athöfn þar sem kærleikur litar allt.
Skynsamlega að farið!
Gott að fara eftir þessu, það eru engar töfralausnir, borðaðu nóg, en hollt og næringarríkt!