Í síðustu viku þá sýndi ég ykkur hvernig ég gerði þennan kassa, núna er komið að því að skreyta hann.
Ég vissi að ég vildi gera páskaskreytingu, þannig að ég keypti þennan gervimosa, þetta viðar “egg” og nokkur plastegg.
Ég fjarlægði munstrið af viðar”egginu” og notaði paint marker-inn minn til að skrifa “Gleðilega páska” á það. Ég stytti líka prikið og klippti borðana af litlu eggjunum. Ég notaði svo límbyssuna mína til að festa mosann á froðuplastið í kassanum, stakk viðar”egginu” niður og límdi svo lítlu egginn í kring. Mjög auðvelt, og kemur rosalega vel út.
Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.