Borgaði 11 milljónir fyrir að kyssa Ricky Martin

Ana Paola Diniz borgaði rúmar 11 milljónir fyrir að fá að kyssa Ricky Martin (44) en hún er mikill aðdáandi hans.

Kossinn var boðinn upp á góðgerðarsamkomu þar sem verið var að safna fé fyrir AIDS samtökin í Sao Paulo.

Ricky mætti á samkomuna með nýja kærasta sínum en hikaði ekki við að kyssa Ana mjög ástríðufullt eftir að hún vann uppboðið og borgaði rúmar 11 milljónir fyrir kossinn.

Naomi Campbell, Kate Moss og Marc Jacobs voru meðal viðstaddra á góðgerðarsamkomunni.

SHARE