Rapparinn Tyga var ekkert að spara þegar Kylie Jenner varð 18 ára í ágúst á síðasta ári. Tyga gaf Kylie eitt stykki bifreið í afmælisgjöf, sem hann virðist svo ekki geta borgað af. Fregnir herma að rapparinn hafi ekki borgað af bílnum síðan í október síðastliðnum og er nú hætta á að bíllinn verði einfaldlega tekinn af Kylie. Sem gæti nú mögulega orðið svolítið vandræðalegt fyrir rapparann.
Sjá einnig: Kylie Jenner sýnir bílaflotann sinn
Samkvæmt Mirror Online hafa þegar verið gerðar tilraunir til þess að sækja bílinn á heimili Kylie Jenner. En hann er víst svo kyrfilega læstur inni að þær aðgerðir hafa ekki borið neinn árangur.