Til þess að endurnýja tengsl barna við náttúruna, sem virðist hafa dáið út með einni kynslóð, eru börn í Bretlandi hvött til þess að hafa útitíma. Eins konar náttúrutíma þar sem þau leika sér í 30 mínútur úti í náttúrunni í stað þess að sitja fyrir framan skjá. The Wild Network vill að börn taki upp fyrri iðju eins og að tjalda og leika þekkta útileiki. Það er sorglegt en börn hafa misst tengsl við náttúruna segir formaðurinn Andi Simpson. Ef börn skipta út 30 mínútum af sjónvarpi og tölvu og leika sér úti í staðinn eykur það líkamlegt atgerfi þeirra, heilsu og skynbragð. Rannsóknir í Bretlandi sýna að aðeins eitt af hverjum fimm börnum á aldrinum 8-12 eru tengd náttúrunni á einhvern hátt. Það verður því að búa til meira rými fyrir náttúrutíma hjá börnum í daglegri rútínu þeirra og leyfa þessari kynslóð barna að upplifa það sem áður þótti sjálfsagt.
Margir foreldrar eru farnir að hafa áhyggjur af því hve mikill tími barna sinna fer í sjónvarpsáhorf og tölvur og sýna rannsóknir að minnkuð hreyfing sé mjög slæm fyrir heilsu og hamingju barna. Það má því segja að það þurfi að markaðssetja náttúruna segir Mr.Simpson. Þó ekki væri nema 30 mínútur á dag sem börn undir 12 ára aldri væru úti að leika sér er það á við 3 mánuði af barnæsku þeirra. Mr.Simpson segir að þau vilji að foreldrar sjái hvað það gerir börnum þeirra gott að leika sér úti í náttúrunni þegar kemur að þroska, sjálfstæði og hugmyndauðgi.
Herferðin í Bretlandi hófst á föstudag með útgáfu heimildarmyndarinnar Project Wild Thing sem segir sögu af því hvernig hægt er að fá börn út að leika. Framleiðandi myndarinnar David Bond vill reyna að skilja af hverju æska barna hans er svona öðruvísi en hans sjálfs og hvað er hægt að gera til að breyta því. Finna ástæðu þess af hverju börn, hvort sem þau búa í borgum eða á landsbyggðinni eru orðin svo ótengd náttúrunni. Project Wild Thing er ekki einhver þráhyggja fyrir fortíðinni segir hann heldur sú staðreynd að við verðum að búa til meiri tíma fyrir börnin okkar úti í náttúrunni. Leyfa þeim að upplifa það sem okkur þótti eðlilegt. Þetta snýst allt um að finna fyrir viltri náttúrunni, uppgötva og sjá, heyra og finna lyktina af náttúrunni hvort sem er í bakgarðinu, almenningsgarðinum eða úti á grænu svæði við enda götunnar. Herferðin er sú stærsta sinnar tegundar sem miðar beint að því að tengja börn aftur við útiveru. Í herferðinni taka þátt National Trust, RSPB, Play England og NHS sem og leikarar, fyrirtæki og skólar.
Hér getur þú smellt á Umhverfisfréttir.is og fundið meiri fróðleik um umhverfið og náttúruna.