Undanfarin ár hefur orðið mikil vakning í samfélaginu, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er ekki lengur tabú og fólk er farið að ræða þessi mál. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar á Íslandi fjallað mikið um barnaníðinga og fullorðið fólk sem beitt hefur verið kynferðislegu ofbeldi sem börn hefur stigið fram og sagt frá reynslu sinni. Menn sem framið hafa þessa hræðilegu glæpi hafa verið afhjúpaðir í fjölmiðlum og umræðan hefur verið mikil. Mörgum finnst dómskerfið ekki sinna skyldu sinni í að vernda börnin fyrir þessum afbrotamönnum sem fá oft litla sem enga dóma. Þessir menn valda ævilöngum skaða hjá manneskjunni sem þeir brjóta á og ör á sálinni gróa mun seinna en líkamleg ör, það vitum við öll.En hvernig áttum við okkur á því að barn náið okkur hafi verið beitt ofbeldi? oft er hugsunin sú að manni finnst maður þekkja barnið sitt manna best og fáir búast við því að barn þeirra lendi í svo hræðilegu ofbeldi, því miður getur þetta gerst beint fyrir framan augun á manni án þess að maður átti sig á því og því er mikilvægt að vera meðvitaður um merki ofbeldis. Sorglega staðreyndin er sú að oftast er gerandi einhver sem barnið treystir og þekkir og foreldrar líka. Ég aflaði mér upplýsinga á heimasíðu Blátt áfram um líkamleg og andleg einkenni barna sem vert er að vera meðvituð um. Oft verða atferlisbreytingar hjá börnunum og það er nokkuð sem foreldrar eiga að vera meðvitaðir um.
Börn sem eru of hrædd til að tala um kynferðislegt ofbeldi geta haft líkamleg eða andleg einkenni. Foreldrar eru ábyrgir fyrir því að sjá einkenni ofbeldis. Hér að neðan eru nokkur atriði sem eru mjög mikilvæg.
-
Líkamleg einkenni eru ekki algeng en ber að athuga ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, svo sem rispur, bólgur eða blóð í kringum kynfæri.
-
Vandamál sem tengjast kvíða eins og maga- og/eða höfuðverkur getur gert vart við sig.
-
Breyting á hegðun eins og feimni, hræðsla og grátköst geta verið merki um að eitthvað alvarlegt sé að.
-
Óvenjulegur áhugi og vitund um kynferðislegt athæfi eða óviðeigandi framkoma eða atlot miðað við aldur.
-
Hræðsla við einhverja manneskju eða hræðsla við að vera skilin eftir á ákveðnum stað.
-
Breyting á hegðun eins og feimni, hræðsla, mótþrói, grátur án þess að eitthvað hafi gerst.
-
Enginn matarlyst eða ofát.
-
Hræðsla við myrkrið, martraðir eða svefnleysi. Stundum getur fullkomnunarárátta verið merki um að barnið sé að fela eitthvað.
-
Mundu að stundum eru engin sjáanleg merki!Ég held að það sé einnig mikilvægt að ræða við börnin um þeirra “einkastaði” og að þau eigi þau ein og það sé “þeirra”Verum meðvituð um börnin okkar og vitum hverja þau umgangast, hvort sem það eru foreldrar eða systkini vina barna okkar, frændfólk, jafnvel afi eða faðir (það er því miður til í dæminu.) Það er mikilvægt að vita hverja börnin okkar umgangast.