Nú styttist í Páska og stefnir í að landinn eyði þeim heima. Okkur á hun.is finnst góð hugmynd að fara eftir tilmælum Víðis og co og setja upp skemmtilega stemmingu heima um páskana.
Þessi truflaða terta kemur frá Matarlyst en við hvetjum ykkur til að fylgja þeim á instagram og snappinu líka. Á facebook og instagram heitum við Matarlyst en á snappinu er það Matar-lyst .
Þið sem elskið kókosmjöl og bounty verðið ekki svikin af þessari tertu sem er svo fljótleg og afar einföld í undirbúning.
Hráefni í botn
5 eggjahvítur
200 g sykur
200 g kókosmjöl
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður.
Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að freyða bætið þá sykri út í, þeytið þar til stífþeytt.
Bætið kókosmjöli út í hrærið varlega saman með sleikju.
Setjið bökunnarpappír í 1 27 cm form, bakið í 20 mín.
Sjá meira: nautapottrettur-med-hvitlaukskartoflum/
Krem
200 g suðursúkkulaði
50 g smjör
4 eggjarauður
60 g flórsykur
Aðferð
Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við vægan hita.
Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman þá meina ég vel.
Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu út í hrærivélaskálina, blandið varlega þar til komið er saman.
Setjið yfir kaldan botninn.
Skreytið af vild, eða ekki…
Borin fram ein og sér eða með þeyttum rjóma eða ís.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!