Getur það verið að stjörnuparið Brad Pitt (52) og Angelina Jolie (40) sé að fara að skilja? Þau hafa að sögn heimildarmanns InTouch búið í sitthvoru lagi í meira en ár, á meðan þau hafa átt í hjónabandsörðugleikum sínum.
Hjónin rifust víst mikið í jólafríinu og nú virðast þau hafa náð botninum, en Brad segir Angelinu ekki hlusta á sig og hann sé að gefast upp.
Heimildarmaðurinn sagði einnig:
„Þau verja öllum sínum tíma í kvikmyndir, mannréttindabaráttu og börnin sín og hafa haft lítinn tíma fyrir hvort annað. Þegar þau svo hafa fengið tíma saman hefur hann farið í nöldur eða langar og kaldar þagnir.“
Angelina sagði í viðtali við The Telegraph í nóvember 2015:
„Við rífumst og eigum okkar vandamál eins og öll pör. Það koma dagar þar sem við förum ótrúlega í taugarnar hvort á öðru og þurfum bara smá tíma fyrir okkur sjálf.“