Brad Pitt og Angelia Jolie ferðast með fjölskylduna á almennu farrými

Farþegar í flugvél á leið frá Los Angeles til Parísar voru ekki lengi að rífa upp snjallsíma sína á síðastliðinn laugardag, þegar ein frægasta fjölskylda í heimi gekk inn í farþegarýmið. Að sögn starfsfólks í flugvélinni var farþegum nokkuð brugðið þegar Brad Pitt og Angelia Jolie fengu sér sæti, ásamt börnum sínum sex.

Sjá einnig: Kim og Kanye flugu á almennu farrými

296E78C900000578-3114633-image-a-75_1433715674822

Hjónin hafa aðgang að öllum þeim lúxus sem þau kjósa, líkt og einkaþotum og fyrsta farrými, en þau hafa margoft sagt frá því að þau vilji ala börn sín upp á sem eðlilegastan máta. Hvað svo sem það nú þýðir.

296E781F00000578-3114633-No_help_needed_Brad_51_put_his_and_his_family_s_hand_luggage_in_-m-88_1433715966100

Sjá einnig: Hjónaband Angelinu Jolie og Brad Pitt: Er allt komið í óefni?

296E793700000578-3114633-image-a-77_1433715683832

SHARE