Kannast einhver við að hafa klúðrað köku? Afmælið byrjar eftir korter og þú ert að nota síðasta eggið, síðustu smjörklípuna eða síðasta dropann af kökulitnum til að fullkomna meistarastykkið. Í öllum hamaganginum misheppnast kakan! Þá er stóra spurningin hvort bera eigi fram kökuklúðrið eða ekki.
Sem betur fer bragðast flestar kökur vel þrátt fyrir útlitsgalla og geta jafnvel kitlað nokkrar hláturstaugar hjá veislugestunum í leiðinni. Það geta allir gert mistök og um að gera að hafa gaman af þeim frekar en að svitna úr skömm.
Hér koma nokkrar myndir af bráðfyndnu kökuklúðri.
Hér hefur einhver spreytt sig á kastalagerð
Sumar kökur eru girnilegri en aðrar
Það er um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín!
Hér hefði verið sniðugt að setja minna af deigi í formið
Kaka sem ögrar þyngdarlögmálinu!
Þessi afmælisglaðningur minnir óneitanlega á hægðir frekar en eitthvað annað.
Stundum er það bara hugurinn sem skiptir máli!
Ætli einhver hafi viljað borða þetta?
Vonandi fékk barnið ekki martraðir eftir þennan afmælisdag!