Brann til kaldra kola með öllum hljóðfærum – Unnið að söfnun

Skólahús brann til grunna á Kulusuk í Grænlandi á föstudaginn en þetta húsnæði var tónlistarhús skólans og mikið af börnum sem notaði sér það að geta komið og leikið á hljóðfæri. Hjörtur Smárason hefur stofnað Facebook síðu til þess að vinna að því að safna hljóðfærum fyrir þessi börn en hann fer til Grænlands í apríl. Hann skrifaði þetta:

Í stormi sem geisaði á föstudaginn brann skólahús í Kulusuk. Þetta var gamalt íbúðarhús sem Henrik, einn af kennurunum var búinn að eyða miklum tíma í að koma í stand sem tónlistarhúsi skólans og var fjöldi einstaklinga og sjóða búinn að styrkja starfið með gjöfum, m.a. rafmagnsgítar, magnara, hljómborði og mixer. Börnin komu þarna á hverjum degi og hafa eytt mörgum stundum í að prófa sig áfram og læra að spila tónlist. Allt þetta varð eldinum að bráð. Þau eru ekki á því að láta deigan síga og eru strax ákveðin í því að koma upp nýju tónlistarhúsi í einhverju húsnæði í bænum. Næsta skref hjá þeim er því að finna leiðir til þess. Ef það eru einhverjir sem telja sig geta lagt þeim lið með einum eða öðrum hætti þá megið þið endilega hafa samband. Ég fer til Kulusuk næst 6. apríl og get tekið með mér hljóðfæri og annað handa þeim.

Hér er listi yfir þau hljóðfæri sem töpuðust í brunanum: 1 barna-rafmagnsbassi, 1 barnagítar, 1 barna-rafmagnsgítar, flautur, hristur, tveir rafmagnsgítarar, tveir rafmagnsbassar, 2 mixerar – annar 24 rása og hinn 12 rása, trommusett, tveir Shure hljóðnemar auk nokkurra þráðlausra hljóðnema, standar, Fenderbass magnari, 2-3 gítarmagnarar, 3-4 afríkanskar trommur, tamborín, snúrur og tengi, nótnastatív, 2 150W hátalarar fyrir tónleika og 4 80 watta fyrir stúdíó. Sum hljóðfærin tilheyrðu heimamönnum og önnur skólanum og var gefin eftir styrktartónleika sem haldnir voru síðasta sumar.

537607_10151483492958960_1690930171_n
Myndir: Lars-Peter Sterling

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here