Þessi bragðmikla fiskisúpa frá Albert eldar er algjör himnaending. Ef ykkur finnst þessi of þykk má vel þynna hana með vatni. Þessi súpa er bæði matarmikil og bragðgóð.
Sjá einnig: Einföld og gómsæt tælensk fiskisúpa
Brasilísk fiskisúpa
2 msk olía
1 stór laukur, saxaður
3 paprikur, skornar í bita
1 1/2 msk cumin
1 msk paprikuduft
1/2 tsk kóríander
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 1/2 tsk salt
1 tsk pipar
1/2 tsk fiskikraftur
2-3 tsk limesafi
1/2 ds niðursoðnir tómatar í bitum
1/2 ds kókosmjólk
1 kg lax
Steikið laukinn í olíunni í potti, bætið við papriku og kryddum og loks tómötum, limesafa og kókosmjólk. Látið sjóða í um 10 mín. Skerið laxinn í bita og bætið við súpuna, sjóðið áfram í um 10 mín (fer eftir stærð bitanna).
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.