Ekki að ég vilji gerast óþægilega persónuleg frammi fyrir alþjóð. En almáttugur. Hvað það er sárt að fara í bikinívax! Að ekki sé talað um brasilískt. Mîn spurning er þessi; getur verið að einhverjar konur gangi gegnum ferlið á bekknum án þess að reka upp öskur? Eru einhverjar ofurhetjur til, þegar að bikinívaxinu kemur?
Sjá einnig: Strákar prófa brazilískt vax á eigin skinni í allra fyrsta sinn
Hvað með það brasilíska? Hvað hugsa aðrar konur en ég þegar þær leggjast á bekkinn? Eru allar konur hugrakkar inni hjá snyrtifræðingum? Æpa þær eins og ég geri, klemma rasskinnar saman (er ég farin að gerast of persónuleg?) eða láta þær bara vaða í fullkomnu hugrekki, smella í góm og þegja meðan á öllu ferlinu stendur?
Sjá einnig: Að vera kona – Hvað á maður að kalla píkuna á sér?
Finnst nokkurri konu notarlegt að fara í brasilískt? Getur staðist að nokkur kona fari sársauaklaust í gegnum þá eldskírn sem brasilískt vax er? Hvað hugsa konur eiginlega á bekknum í miðjum klíðuum – meðan snyrtifræðingurinn hitar vaxið, … og rífur svo dýrðina af?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.