Ástralinn Peter Sharp er enginn venjulegur maður. Svo virðist sem lífsgleði hans eigi sér nær engin takmörk og þannig gekk hann talsvert langt þann 23 ágúst sl. í viðleitni sinni til að gæða hversdaginn auknu lífi.
Umræddan dag mælti hann sér mót við átta vini sína á lestarstöð. Sjálfur hópurinn fór fyrst inn í lestina og setti upp myndavélar án vitundar annarra farþega og þegar lestin staðnæmdist að nýju, steig Peter inn og gerði sig reiðubúinn til að láta til sín taka.
Íklæddur spariklæðum; glaðlyndur á svip. Enginn áttaði sig enn á hvað var í bígerð og það var ekki fyrr en Peter steig fram og kynnti atriði sitt að upp fyrir öllum rann að eitthvað var á seyði:
Hei, krakkar, ég vil enga peninga. Mig langar bara að dreifa smá gleði. Þannig að ég ætla að setja upp smá danspartý. Í dag. Hér.
Því næst hófst tónlistin og einn af öðrum stigu vinir hans fram – ásamt grunlausum farþegum sem augljóslega var skemmt – og slógust í hópinn.
Hvernig yrði þér við ef lestarferðin leystist upp í allsherjar danspartý?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.