Ótrúlega einföld brauðbollu uppskrift frá Facebook síðunni Matarlyst. Kíktu á síðuna ef þú ætlar að baka um helgina.
Hráefni
625 ml volgt vatn
1 pk þurrger
2 msk sykur
2 tsk salt
1 kg brauðhveiti þetta bláa frá kornax
Aðferð
Vatn, ger, sykur og salt er sett saman í hrærivélaskál, látið standa um stund, pískið aðeins saman.
Hveiti er bætt út í gerblönduna. Vinnið saman á lágum hraða í 5 mín. Látið lyfta sér undir klút í 30 mín.
Skiptið deiginu niður í c.a 80-90 gramma búta,er u.þ.b 18 stk mótið bollur.
Smyrjið með olíu fremur stórt eldfast form, raðið bollunum í formið.
Látið lyfta sér í 20 mín
Athugið að ef allar bollurnar komast ekki í formið er um að gera að setja rest á bökunnarpappír láta þær lyfta sér, pensla bollurnar svo með pískuðu eggi rétt áður en þær fara í ofninn og baka í jafn langan tíma þ.e 25 mín.
Kryddolía
1 krukka fetaostur Dala í kryddolíu eða Dala með tómötum og ólífum.
1½ tsk pizzakrydd
4-6 væn hvítlauksrif eða 3 solo hvítlaukar pressað
Aðferð
Hellið fetaostinum ásamt olíunni sem er í krukkunni í skál, hellið ólívuolíu til hálfs í sömu krukku hristið vel til að ná öllu umfram kryddi úr, hellið í skálina.
Pressið hvítlauk setjið í skálina ásamt pizzakryddi.
Blandið saman, hellið yfir bollurnar, dreifið úr ostinum þannig að það sé ostur á og við hverja bollu.
Hitið ofninn í 190 gráður og blástur, bakið í 25 mínútur.
Ég frysti restina af brauðinu, tek út læt þiðna.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.