Brauðréttir, súpa og kökur í veisluna – Uppskriftir

Hér er komnar frábærar uppskriftir frá Guðbjörgu, fyrir veisluna. Við höfum verið að birta fleiri uppskriftir seinustu daga sem eru einfaldar og flottar fyrir þá sem vilja sjálfir sjá um matinn í veisluna.

Rjómalöguð kjúklingasúpa

Heill kjúklingur rifin svo strippaður af beinunum
5 l af vatni sett í pott (vatni bætt við eftir þörfum og tíma)
Kjúklingabeinagrindin sett ofaní, leyft að malla á lágum styrk eins lengi og þú hefur tíma. Því lengur því betra en 5 tímar hafa komið vel út, beinin sigtuð vel frá soðinu, lagt til hliðar.

Gul og rauð paprika
½ stór rauðlaukur
8-10 baby gulrætur
½ Púrrulaukur
2 græn chili
Gular baunir
1 dl hrísgrjón
Ca 1 tsk worchestire sósa
Sæt BBQ sósa (t.d masterpiece/sweet baby ray)
3-4 msk rjómaostur
1 dós niðursoðnir tómatar
2-3 tsk mango chutney
½ krukka taco sósa (ma sleppa)
Hrísgrjóna núðlur
1 tsk sýrður rjómi
Krydda vel með timjan, oregano og karrý
Salt, pipar,
½ l af rjóma bætt við

Kjúklingnum er bætt úti þegar ca. 10 mínútur eru eftir af eldunartímanum. Látið malla þar til allt er orðið súpuvænt.

Gott með hvítlauksbrauði

—————

Stór Mars-marengs

6 hvítur
150 gr sykurphoto3[2]
150 gr púðursykur
Ca bolli Rice krispies

50 mín í 175 gráðum í miðjum ofni við blástur.

Krem

3 rauður
3 mars
60 gr sykur
70 gr smjör

Mars og smjör hitað í örbylgju, sykur og marsblandan hrærð saman í hrærivel

Ásamt eggjarauðunum.

 ——————

Kirsuberjaostakaka (Auðveld og bragðgóð ostakaka)

1 pk Lu kanilkex -mulið velphoto1[4] copy
200 gr brætt smjör

Sett í eldfast mót og kælt

1 pk blár rjómaostur
200 gr flórsykur

Þeytt vel saman

1 ½ peli rjómi þeyttur og blandaður varlega saman við.

Þegar kakan er sett á borðið, er sett „Den gammel dansk kirsubærsauce“ ofan á.

—————-

Karamelludöðlukaka með Pipp

Botn

4 egg
2,5 dl sykur
70 gr smjör
2,5 dl kókosmjöl
2,5 dl hveiti
2,5 dl saxaðar döðlur/valhnetur
100 gr suðursúkkulaði

Bakað við 180 gráður í 15-20 mínútur. Kæld

3,5 dl þeyttur rjómi og 100 gr saxað pipp

Karmella

1,5 dl rjómi
1 dl sykur
1,5 msk sýróp
2 msk smjör
1 tsk vanilla

Sykur settur a pönnu og leyft að gulna, smjör bætt útí ásamt sýrópi og svo loks rjóminn og vanilludropar, leyft að malla a miðlungs hita þar til þykknar. Kælt áður en sett ofan á kökuna.

 ——————-

Súkkulaðikökur eru möst i stórum veislum fyrir börnin og þá órjómalystugu svo hér koma tvær góðar súkkulaðikökuuppskriftir

Djöflaterta

150 gr sykur
150 gr púðursykur
devils-food-cake125 gr smjör
2 egg
260 gr hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
2dl mjólk
1 tsk vanilla

Egg og sykur þeytt saman, bæta svo við smjöri og svo fylgja þurrefnin eftir.

2 form smurð, deiginu skipt milli formanna og  bakað við 180 gráður í 19-22 mínútur

Krem

500 gr flórsykur
60 gr kakó
1 egg
80 gr brætt smjör
Vanilla
2 msk tilbúið kaffi

——————–

Tuxido kaka

225 gr ósaltað smjör photo1[5]
2 bollar vatn
1 bolli canola olía
4 bollar sykur
1 bolli ósætt kakó
4 bollar hveiti
4 egg
1 bolli súrmjólk
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
1 tsk (rúmlega) vanilla

Smjör,olía og vatn sett á pönnu og hitað við vægan hita þar til smjörið er bráðið, sett til hliðar.

Í stórri skál er blandað saman sykri, kakó og hveiti. Olíu/Smjörblandan bætt við þurrefnin og þeytt vel saman. Eggin sett eitt og eitt úti, því næst súrmjólkin og að lokum er matarsóda, vanillu og salti bætt úti. Leyft að blandast vel saman. Skipt í 3 jafnstór kökuform og bakað við 180 gráður í um 35 mínútur.

Krem

4 bollar rjómi
¼ bolli flórsykur

Rjómi þeyttur til mjúkur, flórsykri bætt við þar til rjominn er fastur í skálinni þegar henni er hvolft.
Kremið sett á kökuna og kæld í ísskáp í minnsta kosti  klukkutíma áður en gljáinn er settur ofan á.

Súkkulaðigljái

115 gr súkkulaði
½ bolli rjómi
¼ bolli síróp
2 tsk vanilla

Setjið súkkulaðið í hitaþolna skál. Rjóminn hitaður upp að suðumarki og hellt yfir súkkulaðið og leyft að sitja í smá stund áður en hrært. Sírópi og vanillu bætt úti. Látið standa í 10 mínútur áður en blöndunni er hellt yfir kökuna. Skreytt með heilum jarðaberjum.

Gulrótarkaka

5 dl hveiti
Ca 2 tsk lyftiduft
1 ¼ tsk matarsódi
1 tsk saltphoto1[4]
3 tsk kanill
2 tsk múskat
4 dl sykur
2 2/4 matarolía (rapsolia)
4 egg
5 dl rifnar gulrætur
Um 1 ½ tsk vanillusykur
1 msk púðursykur

Öllu blandað saman í deig

Sett í 2 smurð kökuform, bakað við 180 gráður í 40 mínutur eða þar til pinni kemur hreinn í gegn.

Krem

200gr rjómaostur
100 gr smjör- mjúkt við stofuhita
1 tsk vanilla
1 ½ – 2 pk flórsykur

Skreytt með gulrótaskrauti og heslihnetumulningi

 

———————

Brauðréttir eru alltaf vinsælir í öllum veislum og hér eru uppskriftir af tveimur brauðréttum

Pepperonilengja

1 box sýrður rjómi
2 msk mayones
Ca ½ rauðlaukur
Ca ½ rauð paprika
Ca 5 Skinkur
Ca 8 Pepperoni sneiðar
Paprikuostur/piparostur allt stappað saman
Rauð vínber ef vill

Smurt á brauðlengju, smá rifin ostur inni og ofan á með spá paprikudufti

Bakað í ofni á 18 gráðum í um 20 mínutur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt

Heitur brauð réttur með skinku og aspas

Ristað brauð rifið í botninn á eldföstu formi.
Sveppasmurostur
2 msk mayones
2 tsk hunanangs dijon sinnep
Skorin skinku pk
1 dós Niðursoðin aspas
Niðursoðin sveppadós
Sletta rjómi

Rifin ostur yfir

Bakað í ofni á 18 gráðum í um 20 mínutur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt

 

Gerbollur

25 gr ger
1 tsk salt
3 dl mjólk
500 gr hveiti
1 tsk sykur
25 gr smjör

Smjör brætt í örbylgjuofni, mjólk bætt úti og hrært, gerið leyst uppí mjólkurblöndunni þegar komið í 37 gráður. Þurrefnunum bætt útí og hnoðað vel. Látið hefast í skálinni með viskustykki yfir í um 30 mínútur.

Bakað í ofni við 180-200 gráður þar til gullinbrúnar.

Gott með osti og smjöri eða jafnvel ostasalati en hægt er að gera gott ostasalat með sama innihaldi og er í pepperonilengjunni.

 

 

Matur og kökur sem henta vel í ferminguna – Uppskriftir 

Einfaldar og góðar kökuuppskriftir í ferminguna 

 

 

 

SHARE