Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

Þessi æðislega, klassíska uppskrift er frá Albert Eldar. Það eiga eflaust margir minningar um að hafa borðað þessa súpu í æskunni. Svakalega góð!

———————-

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa. Uppáhaldssúpur mínar á bernskuárunum voru lúðusúpa og rúgbrauðssúpa. Eftir að ég varð fullorðinn fékk ég einhvers staðar brauðsúpu að borða, í henni var uppistaðan fransbrauð og ca þriðjungurinn rúgbrauð. Það þótti mér ekki góð súpa.  Til að rifja upp sæluminningar tengdar rúgbrauðssúpunni fékk ég uppskriftina hjá mömmu og er hún hér lítillega breytt. Bæði rúgrauð og maltöl innihalda mikinn sykur þannig að þarf ekki aukasykur. Gerum hvað við getum til að draga úr sykuráti.

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

600 g seytt rúgbrauð

2 1/2 b maltöl

3-4 b vatn

1 msk edik

2-3 msk sítrónusafi

1/2 sítróna í sneiðum

1/2 dl rúsínur

1/3 tsk kanill

1/3 tsk salt

Þeyttur rjómi

IMG_1272-768x1024

Leggið rúgbrauðið í bleyti í maltöli og vatni í 2-3 tíma. Setjið í pott ásamt ediki og sítrónusafa. Sjóðið í 10 – 15 mín. Pískið kekki úr súpunni og bætið við vatni eftir þörfum. Látið að því búnu sítrónusneiðar, rúsínur, kanil og salt saman við. Berið fram með þeyttum rjóma.

Albert Eldar á Facebook

 

SHARE