Hjá Bree McMahon var fótbolti lífsstíll og það sem skipti hana mestu máli.
Bree var ásamt liðinu sínu í fjáröflun við bílaþvott þegar hún lenti í slysi sem olli því að hún lá í dái í 6 daga. Lífi Bree var bjargað en afnema þurfti vinstri fót hennar.
Það kostaði mikla vinnu, en slysið stöðvaði hana ekki í að fylgja draum sínum að spila fótbolta.
Fyrsti merkisáfanginn var að ganga að nýju yfir fótboltavöllinn og faðma vin sinn og liðsfélaga sem ollið hafði slysinu.
Með fókusinn á markmið sitt varði Bree mörgum stundum í endurhæfingu auk þess að fara í hverja sársaukafulla aðgerðina á fætur annarri.
Og að lokum, hljóp hún aftur. Það var hamingjusamasta stund lífs hennar.
Bree mætti í fólboltabúðir í hjólastól og göngutúr, en lék í fyrsta sinn að nýju í leik í Brevard háskólanum.
“Þú getur verið sá sem vorkennir sjálfum sér. Þú getur verið fórnarlamb. Eða þú getur verið sigurvegari.”
Ekki gefast upp á draumum þínum, sama hvað gerist á leiðinni að þeim.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.