Johnny Depp (53) hefur breytt húðflúri sínu, sem áður hafði rómantíska merkingu, í ákveðna yfirlýsingu. Hann hefur staðið í deilum við Amber Heard upp á síðkastið en Amber hefur sakað hann um að beita sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi, en þau hafa verið gift í 15 mánuði.
Johnny kom fram ásamt hljómsveit sinni, Hollywood Vampires, í Bethlehem í Pennsylvania 1. júlí. Blaðaljósmyndarar tóku á móti þeim félögum og tóku menn eftir því að það var búið að breyta húðflúrinu á annari hönd Johnny. Hann fékk sér húðflúr, eftir brúðkaup hans og Amber, sem sagði „Slim“ en það er gælunafn Amber.
Johnny hefur nú látið breyta flúrinu örlítið svo það stendur ekki lengur „Slim“ heldur „Scum“, sem mætti kannski þýða sem úrhrak.
Hann hefur ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu varðandi ásakanir Amber á hendur honum, en margir af hans nánustu hafa lýst því yfir að Johnny sé langt frá því að vera ofbeldishneigður maður. Það má samt segja að hann sé að lýsa einhverju yfir með þessu.