Konur hafa engan einkarétt á líkamssnyrtingu og hvað þá rakstri líkamshára. Þó sumarið sé á undanhaldi og haustið farið að láta á sér kræla, er ekki þar með sagt að strákarnir séu hættir að undirgangast rakstur fyrir neðan höku í þeim tilgangi að vera smart og sætir.
Varúð; myndirnar sem má sjá hér að neðan innihalda loðin bikiní, brúskaðar bringur og …. bringuhárabrjóstahaldara.
Viltu sjá meira? Haltu fyrir augun á eiginmanninum, feldu rakvélina og sláðu inn leitarorðin #chesthairbikini og #hairbikini á Twitter.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.