Britney Spears (33) mætti með bros á vör á Teen Choice hátíðina til að taka á móti “styleicon” verðlaunum. Britney var með marglitað hár og í glitrandi hvítum, flegnum kjól og silfruðum pinnahælum.
Þetta er í 8. skiptið sem Britney tekur á móti þessum verðlaunum og ekki var annað að sjá en hún hafi verið glöð í bragði. Synir poppdrottningarinnar þeir Sean Preston (9) og Jayden James (8) voru á hátíðinni ásamt Bryan, bróðir Britney og dóttur hans, Lexie.
Upp á síðkastið hefur Britney verið með sýningu í Las Vegas en aðspurð segist Britney ekki viss hvort að hún geri annan samning við sýningaraðilana, þrátt fyrir að hún hafi haft virkilega gaman að því að vera með í þessum sýningum.
Britney, Lexie, Sean, Jayden og Bryan.
Sjá einnig: Britney Spears: „Mig dreymir um að gerast barnapía fyrir Angelinu og Brad!“
Sjá einnig: Þau elska Britney Spears og tilkynna óléttuna með stæl
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.