Britney Spears situr varla auðum höndum þessa dagana, en dívan tilkynnti nýverið á Twitter að væntanleg undirfatalína færi á markað frá henni í september og íslenskum konum eflaust til ómældrar ánægju verður ekki einungis hægt að líta dýrðina augum á netinu heldur verður línan einnig fáanleg gegnum póstþjónustu.
Línan, sem fer á markað þann 9 september og verður fáanleg í verslunum í New York, mun innihalda allt frá undirfatasettum til korseletta og náttfata og undirkjóla. Þá verður úrval stærða ekki af verri endanum, en Britney hyggst markaðsetja línuna fyrir konur í öllum stærðarflokkum – brjóstahaldarar verða fáanlegir í skálum A til J og nærbuxur verða fáanlegar frá stærð 0 til 28.
Allar konur ættu að eiga kost á því að finnast þær kynþokkafullar og fallegar ásýndum óháð því hverju þær klæðast – en mín sýn á The Intimate Britney Spears er að setja undirfatnað á markað sem er allt í senn; kynþokkafullur, vandaður og þægilegur.
Coming very soon… The Intimate Collection, by yours truly. http://t.co/HmtLIXYd83 Just a peek at what's to come. xo pic.twitter.com/6sE2rEuUFE
— Britney Spears (@britneyspears) July 23, 2014
Hægt verður að bera dýrðina augum gegnum vefsíðurnar intimatebritneyspears.com og barenecessities.com en línan kemur á opinberan markað í upphafi september. Og við bíðum spenntar ….
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.