Britney Spears kann að vera heimsfræg poppstjarna sem hefur selt milljónir breiðskifa og trónað á toppi helstu vinsældarlista í gegnum árin, en sjálf segir Britney að hún þrái helst alls að vera umkringd börnum allan daginn.
Sjá einnig: Afbrýðisemi er ástæða skilnaðarins
Britney missti sem kunnugt er forræði yfir tveimur ungum sonum sínum
Ekki hvaða börnum sem er, heldur barnaskara Angelinu Jolie og Brad Pitt! Þetta viðurkenndi Britney, sem er orðin 33 ára gömul, opinberlega í viðtali við viðtali við fjölmiðlamanninn Ross King í þættinum Good Morning Britain í síðustu viku og sagðist gjarna vilja starfa sem barnapía fyrir parið heimsþekkta.
Ég hef bara einu sinni hitt Brad Pitt en ég vildi óska þess að ég fengi tækifæri á að hitta alla fjölskylduna og ég vildi líka óska þess að ég yrði ráðin sem barnapían þeirra. Ég er alveg viss um að það væri frábært starf!
Britney ræðst þannig ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en Brad og Angelina eru foreldrar Maddox, sem er 13 ára, Pax, sem er orðinn 10 ára gamall, Zahara, sem er 9 ára, Shiloh, sem er 8 ára gamall og ekki má svo gleyma tvíburunum Knox og Vivienne sem eru 6 ára gömul – svo það yrði í nógu að snúast fyrir Britney, ef af ráðningunni yrði!
Sjá einnig: Ekki kalla Britney Spears feita
Hvorki Angelina né Brad hafa gefið út yfirlýsingu vegna furðurlegrar uppástungu Britneyj
En Britney stendur alveg föst á sínu og segir að væri hún ekki poppstjarna, þá hefði hún eflaust lagt kennslu í barnaskóla fyrir sig – nema ef vera skyldi að gæta barna frægra og ríkra foreldra, þar sem hún gæti leikið sér allan daginn.
Ég væri örugglega barnaskólakennari eða eitthvað þvíumlíkt sem tengist börnum – ég hefði örugglega valist sem klappstýruþjálfari eða jafnvel danskennari þar sem ég væri umkringd litlum krílum allan daginn.
Og þar höfum við það, sumar stjörnur dreymir um hefðbundið líf!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.